12:42
Þetta helst
Ósætti vegna Óperunnar
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Það virðist gusta meira um Íslensku óperuna en mörg önnur þessi misserin. Uppsetning hennar á verki Puccinis, Madame Butterfly, er nýjasta dæmið. Forsvarsmenn sýningarinnar hafa verið sökuð um rasisma, menningarnám, fáfræði, afmennskun og yellowface-gervi á leikurunum. Það hefur verið mótmælt við Hörpu, færslur skrifaðar á samfélagsmiðlum og svo öllu vísað á bug af stjórnendum. En lægðirnar hafa komið á færibandi yfir Íslensku óperuna undanfarið ár. Þetta helst var með tvöfaldan þátt um vandræði sjálfseignarstofnunarinnar í júní í fyrra. En það voru ekki áhorfendur eða almenningur sem voru ósáttir, heldur söngvararnir sjálfir, enda heita þættirnir Ósáttu óperusöngvararnir eitt og tvö. Sunna Valgerðardóttir dustar í dag rykið af þessum tveimur þáttum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,