08:05
Á tónsviðinu
Sinfoníur tengdar kennurum
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þættinum verða flutt tvö tónverk sem tengjast kennurum, annars vegar Sinfónía nr. 55 í Es-dúr eftir Joseph Haydn, verk sem kallað er Skólakennarasinfónían, hins vegar gamansama kantatan „Der Schulmeister" (Skólakennarinn) sem áður var eignuð Georg Philipp Telemann, en er nú talin vera eftir Christoph Ludwig Fehre sem fæddist 1718 og dó 1772. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 22. apríl 2023.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,