Torgið

Mömmuskömm

Hafa viðhorf og kröfur samfélagsins til mæðra breyst á undanförnum árum? Hvers vegna sýna rannsóknir mæður finni frekar til sektarkenndar og skammar gagnvart foreldrahlutverkinu en feður? Í fyrsta þætti af Torginu var fjallað um mömmuskömm, eða mammviskubit.

Gestir þáttarins voru þau Anna Mjöll Guðmundsdóttir, talskona Fyrstu fimm, sem er félag foreldra um fjölskylduvænna samfélag. Annadís Greta Rúdólfsdóttir er dósent á menntavísindasviði og hefur m.a. rannsakað tilfinningar foreldra til foreldrahlutverksins og þróun móðurhlutverksins í íslensku samfélagi. Matti Ósvald Stefánsson, heilsfræðingur og markþjálfi. Hann hefur um árabil veitt hópum, bæði karla og kvenna, ráðgjöf um ýmis mál, meðal annars hjá Ljósinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem um árabil hefur tjáð sig um jafnréttimál. Ragnheiður Davíðsdóttir, situr í framkvæmdastjórn kvennaverkfallsins og kynjafræðingur sem hefur rannsakað 3. vaktina og Salka Sól Eyfeld, er fjölmiðla- og tónlistarkona og tveggja barna móðir.

Auk þess var rætt við Ísleif Örn Garðarsson leikskólakennara og Laufeyju Líndal Ólafsdóttur formann Pepp, samtaka fólks í fátækt og félagslegri einangrun.

Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.

Frumsýnt

23. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Torgið

Torgið

Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.

,