Þáttur 5 af 6
Dansinn gegnir ótal ólíkum hlutverkum. Hann býr til samstöðu, losar um hömlur og léttir lundina. Við stígum mótmæla- og mökunardans, merkingarhlaðinn fyrsta dans og kærulausan hversdagsdans.
Íslensk þáttaröð í sex hlutum um dans. Þar er leitað svara við spurningum um hvers vegna fólk dansar, hvernig dansgleðin kviknar og hvers vegna sumir fæðast flinkir dansarar en aðrir taktlausir flækjufætur. Farið verður yfir sögu dansins á Íslandi, mismunandi danstegundir kannaðar og við kynnumst því hvernig dansinn brýst fram á ólíklegustu stöðum. Umsjón: Guðrún Sóley Gestsdóttir. Framleiðsla: Skot.