Þáttur 6 af 6
Í þessum þætti tökum við með annars hús á forseta Íslands á Bessastöðum, kynnumst uppáhaldslögum Stebba Jak og förum í fótbolta með félaginu FC Sækó sem er ætlað andlega veikum knattspyrnuhetjum.

Fimmtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.