Landakort

Fuglaskoðun í Friðlandi í Flóa

Í Friðlandi í Flóa eru kjöraðstæður til fuglaskoðunar. Síðan 1997 hefur verið unnið markvisst endurheimt votlendis þar, til þess laða þangað fuglategundir sem ekki hefur borið mikið á eftir landið var framræst. 25 fuglategundir verpa staðaldri í friðlandinu, þótt mun fleiri hafi sést þar við og við. Jóhann Óli Hilmarsson, formaður fuglaverndarfélags Íslands, hefur óbilandi áhuga á fuglum og hefur eytt ómældum tíma við fuglaskoðun og -ljósmyndun hvar sem hann fær tækifæri til þess. Áhugamál af þessari sort útheimtir geysimikla þolinmæði, en Jóhann Óli leggur sama skapi áherslu á virðingu fyrir viðfangsefninu. Landinn skoðaði fugla með Jóhanni Óla. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Karl Sigtryggsson.

Frumsýnt

23. ágúst 2019

Aðgengilegt til

20. júlí 2024
Landakort

Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson.

Þættir

,