Landakort

Dúkkusafn á Flúðum

Margrét Emilsdóttir hentist af stað þegar hún heyrði auglýst til sölu dúkkusafn í útvarpinu fyrir nokkrum árum. Hún hringdi samstundis í manninn sinn sem á sendiferðarbíl en vildi fyrir alla muni ekki segja honum hvað til stóð. „Svo hoppaði ég út úr bílnum og sagði ég væri kaupa fleiri hundruð dúkkur og svo hljóp ég inn. Þetta voru átján stórir pappakassar,“ segir Margrét. Safnið taldi þá 300 dúkkur en síðan hafa 1200 vinkonur bæst í hópinn og búa þær því 1500 saman á Flúðum. Þar eru þær í góðu yfirlæti því Margrét gerir á þær föt, þrífur þeim og greiðir hárið. Raunar hafa sjö lítrar af mýkingarefni farið í hárið á þeim stöllum. Safnið hefur verið opnað fyrir almenningi og þar hefur alls kyns fólk látið sjá sig, þó ekki miðlar sem er illa við safnið. „Ef þær gætu talað þá myndi maður heyra ýmislegt.“ Landinn skoðaði dúkkusafnið hennar Margrétar. Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir og Karl Sigtryggsson.

Frumsýnt

22. ágúst 2019

Aðgengilegt til

19. júlí 2024
Landakort

Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson.

Þættir

,