Landakort

Sigga á Grund

„Ég byrjaði tálga og skera út þegar ég var fjögurra ára og hef verið með hnífinn í höndunum síðan,“ segir Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, listakona, betur þekkt sem Sigga á Grund. Sigríður býr á Grund í Flóahreppi og þar situr hún við löngum stundum og sker út í tré hin ótrúlegustu listaverk. Einstaka sinnum hvílir hún sig á tréústskurðinum og sker þá út í bein eða horn eða grípur pensilinn og málar hestamyndir á striga. Hestarnir eru reyndar fyrirferðamiklir í listsköpun Siggu. „Mér finnst skemmtilegast skera út hesta. Þetta eru svo fallegar skepnur,“ segir Sigga. Landinn heimsótti Siggu á Grund. Umsjón: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

Frumsýnt

27. júní 2019

Aðgengilegt til

12. júlí 2024
Landakort

Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson.

Þættir

,