Landakort

Skíðastökkpallur á Ólafsfirði

Margir reka upp stór augu þegar þeir koma til Ólafsfjarðar og sjá skíðastökkpall inni í miðjum bæ. Þetta er bæjarprýði segja stoltir Ólafsfirðingar sem hafa löngum verið þekktir fyrir afrek sín í vetraríþróttum. Stökkpallurinn var byggður 1967 undirlagi stjórnar Leifturs, því Ólafsfirðingar vildu almennilega æfingaaðstöðu fyrir skíðastökk. Fór svo hálfgert stökkæði varð í bænum og Ólafsfirðingar urðu Íslandsmeistarar í skíðastökki í áraraðir, alveg þar til hætt var keppa í greininni hérlendis. Síðan þá hefur stökkpallurinn verið lítið notaður en honum hefur verið haldið við af Rótarýklúbbi bæjarins. Áhuginn er smátt og smátt aukast hjá ungu kynslóðinni. Enda varla annað hægt þegar æfingaaðstaðan er bara í bakgarðinum.

Frumsýnt

9. júlí 2016

Aðgengilegt til

4. maí 2024
Landakort

Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson.

Þættir

,