Andri á flandri

Vestfirðir

Fyrsta stopp Andra og Tómasar er við bændalaugina í Mjóafirði þar sem þeir þvo af sér syndir sveitaballsins. Eftir það er rúllað alla leið inn á Ísafjörð í rakstur til Villa Valla, heimsókn til Hr. Hammond og í sýnikennslu í kajakveltingi hjá Kristjáni Kajak. Því næst keyra þeir á húsbílnum góða yfir Hrafnseyrarheiði og í átt Bíldudal. Eftir góðar móttökur og skoðunarferð um Skrímslasetrið fær Andri leiðsögn um Melódíur Minningana, tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

5. ágúst 2011

Aðgengilegt til

19. feb. 2026
Andri á flandri

Andri á flandri

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland sumarið 2011 ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.

Þættir

,