Lundúnir - seinni hluti
Í þessum síðasta þætti þeytast nafnarnir um Lundúnir í örvæntingarfullri leit að Mr. Bean. Þeir versla meðal annars í þungarokksplötubúð, læra ensku útgáfuna af keilu og villast aftur…
Þáttaröð í sex hlutum þar sem nafnarnir og sjónvarpsmennirnir Andri Freyr Viðarsson úr þáttunum Andri á flandri og Andri Freyr Hilmarsson úr Með okkar augum leggja land undir fót og er ferðinni heitið til Bretlandseyja. Þar freista þeir þess að hitta átrúnaðargoð Andra Freys Hilmarssonar, Mr. Bean. Á meðan Andri Freyr Viðarsson reynir að komast í samband við leikarann Rowan Atkinson nota nafnarnir tímann og skoða sig um á Bretlandseyjum.