Á gamans aldri

Gestur Ólafsson

Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, er með mörg járn í eldinum þótt hinn svokallaði eftirlaunaaldur hafi bankað upp á hjá honum fyrir nokkrum árum. Gestur starfar enn sem arkitekt auk þess sem hann þróar og ræktar þörunga til framleiðslu afurða og til manneldis. Hann er mikill íþróttamaður og hleypur alla morgna með hundinum sínum, Jakobínu, auk þess sem hann rær kajak og gengur á fjöll.

Frumsýnt

21. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Á gamans aldri

Á gamans aldri

Nýir íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.

Þættir

,