

Tillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.

Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!

Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.

Nokkrir kunnulegir og ókunnulegir fiskar kynna sig fyrir áhorfendum.

Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.

Stærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.

Skemmtilegir þættir um hina ástsælu Múmínálfa Tove Jansson og ævintýri þeirra.

Breskir heimildarþættir frá 2020. Getur smokkfiskur sökkt skipi? Er kóngulóarvefur sterkari en stál? Vinirnir Tim Warwood og Adam Gendle hætta lífi sínu til að komast að athyglisverðum sannleika um hin ýmsu dýr.

Stuttir heimildaþættir um ólíkar tegundir myndavéla í gegnum tíðina, fólkið sem notaði þær og myndirnar sem voru teknar með þeim.

HM í sundi í 50 metra laug í Singapore.

Ástin er mikil ráðgáta og í þessum dönsku þáttum er gerð tilraun til að finna lykilinn að henni. Getur verið að hann sé að finna í magni persónulegra gagna? Til að sannreyna vísindin á bak við Big Data eru átta einhleypir einstaklingar paraðir saman út frá persónuupplýsingum. Mun ástin kvikna þegar fólkið fer að búa saman og kynnast nánar?

Danskir þættir um ungt par sem vill einfalda líf sitt og hefur búskap.

Færeyskur heimildarþáttur frá 2020 um kokkinn Poul Andrias Ziska og færeyska veitingastaðinn KOKS, sem hefur hlotið tvær Michelin-stjörnur.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir úrslitaleik Englands og Spánar á EM kvenna í fótbolta.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Úrslitaleikur Englands og Spánar á EM kvenna í fótbolta.

Íþróttafréttir.

Heimildarmynd um heimsmeistaramót kvenna í fótbolta sem haldið var í Mexíkó 1971 en hefur síðan legið í gleymsku. Í myndinni segja konur sem tóku þátt frá reynslu sinni og myndefni frá mótinu er dregið fram í fyrsta sinn í yfir 50 ár. Þegar mótið var haldið vildi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, banna kvennafótbolta og þrátt fyrir að áhorfendamet hafi verið slegið á mótinu hefur það að mestu verið strokað út úr íþróttasögunni. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Leikstjórn: Rachel Ramsay og James Erskine.
Breskir spennuþættir sem gerast á tímum seinni heimsstyjaldarinnar. Stríðið hafði mikil áhirf á daglegt líf venjulegs fólks í Bretlandi, Póllandi, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Handritshöfundur: Peter Bowker. Meðal aðalleikara eru Jonah Hauer-King, Julia Brown og Helen Hunt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Ævisöguleg kvikmynd frá 2016 með Colin Firth í hlutverki ritstjórans Maxwell Perkins, sem uppgötvaði meðal annars rithöfundana Ernest Hemingway, F. Scott Fitzgerald og Thomas Wolfe. Myndin fjallar um vináttu og samstarf Maxwells og Thomas Wolfes sem gerði Thomas að metsöluhöfundi. Meðal annarra leikenda eru Jude Law, Nicole Kidman og Laura Linney. Leikstjóri: Michael Grandage. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Nóra norðurljós hrapar í loftbelginn, Loft kann ekki að taka á móti gestum og Sjón verður afbrýðisöm. Á meðan bíður Áróra eftir norðurljósunum en ekkert gerist.

Hvað ætli gerist þegar hin og þessi skordýr bíta fólk og stinga? Sebastian Klein ferðast um sveitir Danmerkur og lætur bíta sig, brenna og stinga til að komast að því.