24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir hagfræðingur og umhverfisfræðingur, Vigdís Häsler lögfræðingur ráðgjafi, Oddur Ástráðsson lögmaður og Þorsteinn Víglundsson forstjóri og fyrrverandi ráðherra ræða stöðu mála í stjórnmálum hér á landi nú þegar björtu sumarkvöldin eru nýtt til ræðuhalda á Alþingi. Atburðir liðinna daga í Bandaríkjunum eru einnig til umræðu.
Þáttaröð frá árinu 2006 um íslenska einleikara sem allir hafa staðið framarlega í íslensku tónlistarlífi um lengri eða skemmri tíma. Umsjón: Jónas Sen. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Jónas Sen ræðir við Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara.
Þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Suðurhús í Suðursveit, Hamra á Mýrum, Múlakot í Fljótshlíð, Öxney á Breiðafirði, Heiði á Langanesi og Vatnshorn í Skorradal. Umsjónamaður er Guðni Kolbeinsson og dagskrárgerð annaðist Björn Emilsson.
Íslensk þáttaröð í sex hlutum um dans. Þar er leitað svara við spurningum um hvers vegna fólk dansar, hvernig dansgleðin kviknar og hvers vegna sumir fæðast flinkir dansarar en aðrir taktlausir flækjufætur. Farið verður yfir sögu dansins á Íslandi, mismunandi danstegundir kannaðar og við kynnumst því hvernig dansinn brýst fram á ólíklegustu stöðum. Umsjón: Guðrún Sóley Gestsdóttir. Framleiðsla: Skot.
Dansinn gegnir ótal ólíkum hlutverkum. Hann býr til samstöðu, losar um hömlur og léttir lundina. Við stígum mótmæla- og mökunardans, merkingarhlaðinn fyrsta dans og kærulausan hversdagsdans. Í þessum þætti kynnumst við dansi sem örlagavaldi í lífi fólks, þegar dansinn kveikir neista sem verður að báli.


Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Fimmta þáttaröð um hrútinn Hrein. Hreinn leiðir hinar kindurnar í alls kyns vandræði og raskar ró friðsæls dals með uppátækjasemi sinni.

Fjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr.

Mörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.

Marri leirkall og vinir hans eru afar uppátækjasamir og í þessum þáttum lenda þeir í háskalegum ævintýrum þar sem þeir búa. Heimkynni þeirra eru fremur óvenjuleg, en þeir búa á borðplötu.

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Afrit af tölvum bankastjóra Glitnis, símtöl við viðskiptavini og viðkvæm tölvupóstssamskipti er að finna í gagnasafni sem fyrirtækið PPP fékk aðgang að í gegnum slitastjórn Glitnis. Gögnin voru áfram í vörslu fyrirtækisins löngu eftir að þeim hefði átt að vera eytt. En þar má einnig finna gögn frá Baugi, meðal annars tölvupóstssamskipti stjórnenda fyrirtækisins og verjenda þeirra í Baugsmálinu svo kallaða.
Þetta er áframhald umfjöllunar um mikið magn gagna sem voru í höndum eigenda fyrirtækisins PPP og fjallað hefur verið um áður á RÚV.

Heimildarþættir frá BBC um skurðlækna sem sérhæfa sig í aðgerðum á börnum í móðurkviði.

Upptökur frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu.
Kanadíska söngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan býður upp á efnisskrá þar sem gleði og húmor eru við stjórnvölinn. Flutt eru verk eftir Aaron Copland, Joseph Haydn og Jacques Offenbach. Tónleikunum lýkur á tveimur ómótstæðilegum sönglögum Kurts Weill þar sem Hannigan bæði stjórnar og syngur. Hannigan er einstakur listamaður sem hefur starfað með öllum helstu sinfóníuhljómsveitum og óperuhúsum heims. Haustið 2026 tekur hún við stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Kanadískir heimildarþættir þar sem fylgst er með uppsetningu kanadíska ballettsins á Svanavatninu eftir Tsjaíkovskí undir stjórn ballettstjörnunnar Karenar Kain.

Breskir dramaþættir frá 2022. Þættirnir eru sannsögulegir og fjalla um hvernig aðgerðasinnar komu í veg fyrir morð á þingmanni Verkamannaflokksins og leystu upp hóp nýnasista. Aðalhlutverk: Stephen Graham, Leanne Best og Andrew Ellis. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Sænskir heimildarþættir frá 2022 sem fjalla um sakamál sem átti sér stað í Norður-Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar þegar tveir hollenskir ferðamenn fundust myrtir í tjaldi. Leikna þáttaröðin Atburðir við vatn er byggð á þessu máli. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.