20:55
Sinfóníukvöld í sjónvarpinu
Tónlistarveisla með Barböru Hannigan

Upptökur frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu.

Kanadíska söngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan býður upp á efnisskrá þar sem gleði og húmor eru við stjórnvölinn. Flutt eru verk eftir Aaron Copland, Joseph Haydn og Jacques Offenbach. Tónleikunum lýkur á tveimur ómótstæðilegum sönglögum Kurts Weill þar sem Hannigan bæði stjórnar og syngur. Hannigan er einstakur listamaður sem hefur starfað með öllum helstu sinfóníuhljómsveitum og óperuhúsum heims. Haustið 2026 tekur hún við stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Var aðgengilegt til 18. júlí 2025.
Lengd: 58 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,