
Beinar útsendingar frá HM í skíðagöngu.
Forkeppni í sprettgöngu á HM í skíðagöngu.
Danskur heimildaþáttur um hrotur. Talið er að einn af hverjum fimm Dönum hrjóti og meðal þeirra er blaðamaðurinn Oliver Zahle, sem hefur ófáar nætur verið sendur á sófann fyrir þær sakir. Nú hefur hann ákveðið að takast á við hroturnar og komast í leiðinni að ýmsu fróðlegu um þær.

Beinar útsendingar frá HM í skíðagöngu.
Keppni í sprettgöngu á HM í skíðagöngu.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þurfa Íslendingar að koma sér upp eigin her? Sú hugmynd er ekki ný af nálinni en hefur mögulega orðið áleitnari eftir þróun í öryggismálum í Evrópu og kúvendingu í stefnu Bandaríkjanna undanfarin misseri. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann á Bifröst og sérfræðingur í þjóðarrétti, skrifaði grein í Morgunblaðið sem vakið hefur athygi, þar sem hann færir rök fyrir að Ísland stofni varnarmálaráðuneyti tafarlaust. Bjarni Már og Stefán Pálsson, sagnfræðingur og meðstjórnandi í Félagi hernaðarandstæðinga, voru gestir Kastljóss.
Við höldum áfram að segja sögur af litlum fyrirtækjum í atvinnulífinu. Fyrir skemmstu fjölluðum við um unga menn sem stukku blint í sjóinn þegar þeir keyptu steinsmiðju. Í kvöld er komið að smáverslun. Kaupmaðurinn á horninu hefur farið hallloka fyrir stórmörkuðum á undanförnum áratugum en finnast þó enn. Þar á meðal Jónsi í Jónsabúð á Grenivík. Við litum í heimsókn til hans.
Seyðfirðingar hafa undanfarin ár kvatt skammdegið með listahátíðinni List í ljósi. Kastljós var á staðnum um helgina.

24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Hér eigast við í seinni undanúrslitaþættinum lið Árborgar og Fljótsdalshéraðs. Lið Árborgar skipa Ólafur Helgi Kjartansson, Páll Óli Ólason og Þóra Þórarinsdóttir og fyrir Fljótsdalshérað keppa Margrét Urður Snædal, Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson.

Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs. Í þessum þætti endurskoðar Ida mataræði sitt með aðstoð næringarfræðinga.
Íslensk þáttaröð sem fjallar um ævina frá upphafi til enda. Einblínt er á eitt æviskeið í einu og skoðað hvað hver kynslóð er að fást við. Sagðar eru sögur af fólki á öllum aldri og tekist á við stórar spurningar. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.
Í þessum þætti er fjallað um unglingsárin. Hafa unglingar eitthvað breyst í tímans rás eða hefur umhverfið bara breyst? Unglingar, foreldrar þeirra, sérfræðingar, ömmur og aðrir velta fyrir sér unglingsárunum og áskorununum sem þeim fylgja. Og af hverju er maður boðinn velkominn í fullorðinna manna tölu þegar maður fermist? Er það ekki bara eitthvert algjört bull? Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.

Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Í þættinum kynnumst við listamönnunum Hrafnhildi Arnardóttur og Ingólfi Arnarssyni. Bæði láta þau efni verkanna leiða sig áfram í listsköpuninni. Hrafnhildur notar hár og textíl en Ingólfur vinnur með pappír og grafít. Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Danskir heimildarþættir um fjölskyldur barna með athyglisbrest og ofvirkni, ADHD. Í þáttunum fylgjum við þremur fjölskyldum eftir í átta vikna meðferð þar sem foreldrarnir breyta atferli sínu og nýta sér sérstakar uppeldisaðferðir í von um að draga úr einkennum ADHD hjá börnum sínum.

Íslensk fræðslumynd í tveimur hlutum um áhrif lífsstíls á heilsufar manna, en á undanförnum árum hefur áherslan á heilbrigt líferni vegið æ þyngra í baráttunni við ýmsa sjúkdóma. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Gestur Vignisson.


Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir. Að þessu sinni fræðumst við um mannslíkamann.
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Förum í ferðalag í gegnum skóginn og tökum eftir trjánum og dýrunum sem búa þar. Átt þú þér uppáhalds tré?
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Í Kveikt á perunni í dag eiga krakkarnir að búa til öskudagslið og æfa lag og flytja fyrir okkur. Keppnin er æsispennandi í dag og það ræðst á seinustu stundu hver fær yfir sig slímgusuna.
Skaparar og keppendur:
Gula liðið:
Ísabella Þóra Haraldsdóttir
Kristín Lea Þráinsdóttir
Bláa liðið:
Valgerður Birna Magnúsdóttir
Katrín Leifsdóttir
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni útbúa Mexíkó veislu. Einfalt og hollt og rosa gott.
Hér er uppskriftin.
500 gr nautahakk
500 gr sojahakk
2 tsk krydd að eigin vali.
Settu hakkið á sitt hvora pönnuna, kryddaðu og steiktu þar til það er eldað í gegn (orðið dökk brúnt á lit).
vefjur
nachos snakk
rifinn ostur
salsa sósa
sýrður rjómi
gúrka
paprika
tómatar
Skerðu grænmetið í litla bita og settu í skálar eða á disk.
Snakkið, osturinn, salsa sósan og sýrði rjómin er líka hægt að setja í skálar.
Guacamole
2 stór Avocado
2 tómatar - hreinsa innan úr þeim
Steinselja / kóríander
1x lítill Hvítur laukur / rauðlaukur
2 hvítlauksrif (má sleppa)
Lime safi
Salt og pipar eftir smekk
Stappaðu avocado
Skerðu laukinn og tómatana
Pressaðu hvítlaukinn út í með hvítlaukspressu
Saxaðu steinselju eða kóríander smátt
Settu smá lime, salt og pipar
Og smá af góðri ólífuolíu
Hrærðu allt saman.
Búðu svo til mexíkóvefju eins og þér þykir best!
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Hvað er konudagurinn og hvað er góan? Við förum yfir það og svo ætla þrjár hálffinnskar systur að ræða við stjórstjörnuna Käärijä – á Finnsku auðvitað.

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Elísabet Green Guðmundsdóttir og Lloyd Green eru foreldrar þriggja ára drengs með Cornelia de Lange heilkenni. Að þeirra mati er samfélagið aðeins að takmörkuðu leyti sniðið fyrir börn með sérstakar þarfir, eins og sonur þeirra, Huginn, hefur komist að raun um á stuttri ævi. Gervigreind verður sífellt stærri hluti hversdagsins og þar er nám síst undanskilið. Fjölskylda tæknisérfræðingsins Guðmundar Jóhannssonar hefur tileinkað sér gervigreind í ríkum mæli og það hafa nemendur Borgarholtsskóla og Verkmenntaskóla Akureyrar líka gert.
Spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Lið Menntaskólans við Sund og Menntaskólans á Akureyri mætast. Keppendur frá Menntaskólanum við Sund: Matthilda Ósk Ólafsdóttir, Sigurjón Nói Ríkharðsson og Oliwia Eva Salej. Keppendur frá Menntaskólanum á Akureyri: Árni Stefán Friðriksson, Kjartan Valur Birgisson og Sólveig Erla Baldvinsdóttir.
Þættir um íslenska dægurtónlist þar sem tónlistarmenn koma í stutt viðtöl og flytja tónlist. Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson.
Fram koma Spacestation, Kári Egils, Superserious, Flott og Soffía.
Stuttir heimildarþættir um sjö íslenska ljósmyndara, vinnsluaðferðir þeirra og verk. Þættirnir spruttu upp úr þáttaröðinni Ímynd sem fjallaði um ljósmyndun og íslenska ljósmyndara. Framleiðsla og stjórn upptöku: Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
Ljósmyndararnir Benjamin Hardman og Eydís María Ólafsdóttir einbeita sér að landslags- og náttúrulífsljósmyndun. Ben er frá Ástralíu og hefur tæplega eina milljón fylgjenda á Instagram og hefur haft ómæld áhrif á áhuga ferðamanna á Íslandi.

Sannsögulegir úkraínskir dramaþættir frá 2024. Sálfræðingurinn Lydia aðstoðar samborgara sína fyrstu vikurnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hún ekur þeim í öruggt skjól og hlýðir á átakanlegar sögur þeirra. Aðalhlutverk: Anastasiya Karpenko, Igor Koltovskyy og Nadiya Levchenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Verðlaunuð bresk spennuþáttröð um líf og störf lögreglukonunnar Catherine Cawood. Aðalhlutverk: Sarah Lancashire. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Dramaþættir frá Bretlandi sem fjalla um hvernig ástin getur bankað upp á þegar fólk á síst von. Þrjár manneskjur sem eiga erfitt með að ná sér eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika vonast til að sjá ljósið við enda ganganna. Aðalhlutverk: Harry Lawtey, Sophia Brown og Andi Osho.
Þættir um bestu handboltalið Íslands. Hópur sérfræðinga hefur valið sjö handboltalið í karla- og kvennaflokki sem koma til greina sem besta handboltalið Íslands. Áhorfendum gefst kostur á að velja besta handboltalið Íslands í sérstökum lokaþætti. Dagskrárgerð: Hilmar Björnsson og Vilhjálmur Siggeirsson.