Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Deilan um Grænland, samskipti Evrópu og Bandaríkjanna og hagsmunir Íslands eru til umræðu í þætti kvöldsins.
Í fyrri hluta þáttarins er viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands og stjórnarformann Hringborðs norðurslóða.
Í seinni hlutanum koma þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Dagbjört Hákonardóttir og Pawel Bartoszek í pallborð.

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður, Randver og Örn bregða á leik sprellfjörugir að vanda. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Íslensk heimildarþáttaröð þar sem við heyrum einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja einstaklinga sem hafa lagt sig fram við að bæta og efla samfélagið á jákvæðan hátt. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Í þættinum hittum við Örvar Þór Guðmundsson sem hefur safnað tugum milljóna til hjálpar bágstöddum á undanförnum árum. Við kynnumst einnig Margréti Brandsdóttur sem hefur, með einstökum metnaði og gleði, eflt unga iðkendur í Knattspyrnufélaginu FH.

Andri Freyr Viðarsson flandrar um Íslendingabyggðir í Vesturheimi, skoðar áhugaverða staði og heilsar upp á fólk. Með honum í för er tónlistarmaðurinn KK. Framleiðandi: Stórveldið.
Norður af Gimli eru „íslensku sveitirnar“ í allri sinni víðáttu og dýrð. Andri heimsækir ungbóndann Jóel Friðfinnsson sem, ásamt föður sínum, ræktar býflugur, korn og hveiti. Í smábænum Riverton fer Andri á rúntinn, skoðar stærsta elg í Manitoba og kíkir inn á í sæluhúsið Ingimýri. Á Heclu eyju spjallar Andri við Vestur-Íslendinginn Maxine Ingalls sem man þegar íslenska var enn kennd í barnaskólanum á eyjunni. Á leið sinni suður til Winnipeg staldrar Andri við hjá Einari Vigfússyni útskurðameistara sem býr rétt fyrir utan Arborg. Þar sýnir Einar Andra handbrögðin og býður honum í kjötsúpu.


Hrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.

Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Stuttir þættir þar sem Hrúturinn Hreinn og vinir hans fara á kostum.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
1. Eldsvoði í Gufunesi 2. Finnskir krakkar fá ókeypis áskrift að Andrésblöðum 3. Dönsk handboltastjarna persóna í Andrésblaði.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Veðurfréttir.

Umfjallanir um leiki á EM karla í handbolta.
Upphitun fyrir leik Ungverjalands og Íslands á EM karla í handbolta.

Leikir á EM karla í handbolta.
Leikur Ungverjalands og Íslands á EM karla í handbolta.

Umfjallanir um leiki á EM karla í handbolta.
Uppgjör á leik Ungverjalands og Íslands á EM karla í handbolta.
Önnur þáttaröð bresku dramaþáttanna um lögregluþjóninn Chris sem tekst á við glæpi og ofbeldi á götum Liverpool-borgar á sama tíma og hann berst við djöfla í einkalífi sínu. Chris reynir af fremsta megni að koma sér á beinu brautina, en þegar hann kemst upp á kant við einn stærsta eiturlyfjasala borgarinnar hallar undan fæti hjá honum. Aðalhlutverk: Martin Freeman, Adelayo Adedayo og Romi Hyland-Rylands. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngi en 12 ára.

Norsk heimildarþáttaröð um síðasta ár Jens Stoltenberg í starfi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Hann reynir að veita Úkraínu stuðning í stríðinu gegn Rússlandi á sama tíma og óttinn við stríð í Evrópu eykst. Leikstjóri: Tommy Gulliksen.
Ný íslensk þáttaröð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Ditte Jensen lætur af störfum í dönsku leyniþjónustunni og flytur í fjölbýlishús í Reykjavík. Draumur hennar er að lifa óáreitt meðal fólks sem þekkir hvorki stríð né blóð. Það kemur þó fljótt í ljós að Ditte getur ekki hætt að vera það sem hún er - þrautþjálfaður hermaður. Fyrr en varir er blokkin hennar orðin að vígvelli í baráttunni fyrir bættum heimi. Hún finnur sig knúna til að hjálpa nágrönnum sínum sem glíma við hin ýmsu vandamál og það skiptir hana engu hvort þeir vilji aðstoðina eða ekki. Í huga dönsku konunnar réttlætir tilgangurinn meðalið. Alltaf. Meðal leikenda eru: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal og Baldur Björn Arnarsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Draumur Ditte um að skapa ástríkt fjölskyldusamfélag þar sem hún er miðpunkturinn sem hjálpari og frelsari hússins virðist vera að rætast. Hún trúir því að tilgangurinn helgi meðalið, alltaf, og því ræðst hún gegn opinberri stofnun með sýklahernaði og brýtur fimmta boðorðið. Þar með getur hún strikað tvö verkefni af „listanum“ sínum.
Norskir spennuþættir um Kelechi sem losnar úr fangelsi eftir átta ára afplánun. Hann er fullur af hatri og staðráðinn í að ná fram hefndum með því að knésetja stærsta hassinnflytjanda Noregs. Aðalhlutverk: Tobias Haile Furunes, Jon Ranes og Philip Nguyen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Leikir á EM karla í handbolta.
Leikur Svartfjallalands og Sviss á EM karla í handbolta.

Leikir á EM karla í handbolta.
Leikur Slóveníu og Færeyja á EM karla í handbolta.

Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson sérfræðingar Stofunnar á RÚV ræða handbolta á léttan og skemmtilegan hátt. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
A new Icelandic TV series directed by Benedikt Erlingsson. When Ditte Jensen retires with distinction from the Danish intelligence service she moves into an apartment building in Reykjavik. Her dream is to be able to tend to her garden and live her life in anonymity. But Ditte cannot stop being who she is – an elite soldier and a warrior. Soon the apartment building becomes a battlefield for a better world. She feels compelled to help her neighbours, who are struggling with a wide range of problems, and it makes no difference to her whether they want the help or not. In the mind of the Danish woman, the end justifies the means. Always.
Cast includes: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal, and Baldur Björn Arnarsson.
Not suitable for children under 12 years of age.
Ditte’s dream of creating a passionate, family-like community - with herself at the centre as the building’s helper and saviour - seems to be coming true. She believes that the ends always justify the means, and so she takes on a public institution with a microbial assault, breaking the Fifth Commandment in the process. With that, she can cross two tasks off her “list.”