13:35
Kastljós
Handboltinn og Friðgeir Trausti

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta í dag. Öll þjóðin fylgist grannt með frammistöðu strákana. En hvernig er andlega hliðin á þátttöku á stórmóti fyrir leikmennina og hvaða áhrif hefur árangur landsliðsins á þjóðarsálina? Rætt er við Ólaf Stefánsson fyrrverandi landsliðsfyrirliða í handbolta, Hafrúnu Kristjánsdóttur íþróttasálfræðing og Viðar Halldórsson félagsfræðing.

Friðgeir Trausti Helgason er ljósmyndari og matreiðslumaður á einum besta veitingastað Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Leiðin þangað var þó grýtt og hann yfirsteig hindranir á borð við heimilisleysi og fíknisjúkdóm til að komast þangað. Guðrún Sóley og Jakob Halldórsson heimsóttu Friðgeir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 24 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,