13:40
Kastljós
Börn og fréttir og Ævar Þór Benediktsson
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hvernig á að tala um fréttir við börn þegar fréttirnar eru kannski ekkert sérstaklega góðar eða þægilegar? Hrund Þrándardóttir, sálfræðingur og Ari Páll Karlsson, ritstjóri Krakkafrétta á RÚV ræða málið.
Einnig rætt við Ævar Þór Benediktsson, einn af afkastamestu barnabókahöfundum landsins. Hann hefur gefið út næstum því jafn margar bækur og árin sem hann hefur lifað og segist hvergi nærri hættur.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 24 mín.
e
Dagskrárliðurinn er textaður.
