Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hálka á vegum bakar gangandi vegfarendum hættu á þessum tíma árs. Afleiðingar hálkuslysa geta verið langvarandi og þeim er best varist með vörnum á borð við söltun, brodda og söndun. Hjörtur F. Hjartarson forstöðulæknir skurðlækninga á Landspítalanum ræðir annríki hálkutíðar og Guðrún Hálfdánardóttir dagskrárgerðarkona lýsir slæmu hálkuslysi sem hún lenti í fyrr á árinu. Einmanaleiki eykst og rannsóknir sýna að afleiðingar hans eru síst léttvægar - einmanaleiki getur haft alvarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu auk þeirrar félagslegu. Sigríður Halldórsdóttir ræðir við Guðrúnu Agnarsdóttur um einmanaleika og hvernig hægt er að kljást við hann. Útvarpsleikritið Nærbuxurnar í Hamraborg eftir Viktoríu Blöndal fjallar um krakka sem leggja upp í háskaför, en með hlutverk þeirra fara Róbert Ómar Þorsteinsson og Kría Valgerður Vignisdóttir.
Fróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.
Leikir á EM kvenna í handbolta.
Leikur Svíþjóðar og Rúmeníu í milliriðli á EM kvenna í handbolta.
Bresk leikin þáttaröðin um hina litríku og lífsglöðu Larkin-fjölskyldu. Þættirnir gerast í Kent-sýslu á Englandi um 1950 og eru byggðir á sígildri sögu H. E. Bates, The Darling Buds of May, eða Maíblómin. Aðalhlutverk: Bradley Walsh, Joanna Scanlan og Lydia Page.
Nýr skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar þar sem þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum, meðal annars í taugatrekkjandi stöfunarkeppni og í sérhannaðri útgáfu af hengimanni. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar. Þátttakendur etja kappi í taugatrekkjandi stöfunarkeppni og sérhannaðri útgáfu af hengimanni og ýmsum öðrum þrautum. Keppendur í þessum þætti eru Sævar Sigurgeirsson, Davíð Þór Jónsson, Bríet Ísis Elfar og Aron Már Ólafsson. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Til að hugga vin sinn, Eystein, stinga Þorri og Þura upp á því að tendra jólaljósin í stofunni heima hjá Þorra í stað þess að fara á miðbæjartorgið.
Talsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
Abbe getur stöðvað tímann þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann vill. Þegar foreldranir hlusta ekki, stóri bróðir er alveg sama og heimurinn er ósanngjarn þá hrópar Abbe STOPP og þá stöðvast allt. Nú er það hann sem ræður.