Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Leikskólastarfsmaður í leikskólanum Múlaborg sem var handtekinn fyrir viku síðan, grunaður um kynferðisbrot gegn barni, var undir sérstöku eftirliti í starfi á síðasta ári vegna sérkennilegs háttarlags í kringum börn. Málið hefur vakið upp ýmsar spurningar meðal foreldra og almennings um hvernig tekið er á málum sem þessum. Foreldrar barna á Múlaborg eru ósáttir við hvernig brugðist var við. Rætt er við þær Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra og Ólöfu Ástu Faresveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu um viðbrögð og ferla í slíkum málum.
Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Snæfellsbæjar og Skagafjarðar.
Fyrir Snæfellsbæ keppa Guðrún Lára Pálmadóttir umhverfisfræðingur, Sigfús Almarsson matreiðir í grunnskóla Snæfellsbæjar og Magnús Þór Jónsson skólastjóri.
Fyrir Skagafjörð keppa Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands, Guðný Zoëga fronleifafræðingur á Byggðasafni Skagfirðinga og Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.

Dönsk heimildarþáttaröð í þremur hlutum þar sem heilasérfræðingurinn Peter Lund Madsen hittir fólk sem hefur þurft að gjalda þess að hafa ofreynt sig andlega.
Peter Lund Madsen heimsækir Henrik Thygesen sem þjáist af ofsahræðslu, eða felmtursröskun, og reynir að komast að orsök ofsahræðslunnar og hvað hann getur gert til þess að draga úr henni.
Þáttaröð frá árinu 2006 um íslenska einleikara sem allir hafa staðið framarlega í íslensku tónlistarlífi um lengri eða skemmri tíma. Umsjón: Jónas Sen. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Jónas Sen ræðir við Ásdísi Valdimarsdóttur víóluleikara.

Í átta þáttum ræðir Þóra Arnórsdóttir við konur sem hafa rutt brautina á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Rætt verður við fyrstu lögreglukonurnar, fyrsta prófessorinn, fyrstu konuna sem leiddi kvennalandslið, fyrsta prestinn, einn fremsta kvikmyndaklippara Íslands, einn fyrsta gullsmiðinn og fyrstu íslensku konuna sem söng lag inn á plötu. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Rætt er við Sigrúnu Svavarsdóttur sem er sú kona sem næst hefur komist því að setja upp skipstjórahúfuna á togara.


Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Hinir upprunalegu klassísku Strumpar í uppfærðri útgáfu í tilefni af 65 ára afmæli þáttanna.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að koma börnunum sínum í rúmið, þegar klaufska dóttir hans sem kennd er við banana, dettur og býr á sama tíma til vél sem fær hana til að svífa upp í himininn! Eddi verður að gera hið ómögulega, að bjarga henni!

Marri leirkall og vinir hans eru afar uppátækjasamir og í þessum þáttum lenda þeir í háskalegum ævintýrum þar sem þeir búa. Heimkynni þeirra eru fremur óvenjuleg, en þeir búa á borðplötu.

Mörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2022 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs-Drífudóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, er með mörg járn í eldinum þótt hinn svokallaði eftirlaunaaldur hafi bankað upp á hjá honum fyrir nokkrum árum. Gestur starfar enn sem arkitekt auk þess sem hann þróar og ræktar þörunga til framleiðslu afurða og til manneldis. Hann er mikill íþróttamaður og hleypur alla morgna með hundinum sínum, Jakobínu, auk þess sem hann rær kajak og gengur á fjöll.

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Sjúkratryggingar Íslands hafa hætt niðurgreiðslu á saltvatnsgjöf til sjúklinga með POTS heilkennið. Ekki hefur verið sýnt fram á gagnsemi meðferðarinnar og engar rannsóknir styðja hana. Sjúklingar segja að vökvagjöfin gagnist þeim og læknir sem ávísar meðferðinni segir að sjúklingunum líði betur. Rukkað hefur verið fyrir læknaviðtöl samhliða meðferðinni en vísbendingar eru um að eiginleg viðtöl fari ekki alltaf fram.
Fimmtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Í þættinum tökum við meðal annars opinskátt viðtal við athafnamanninn Skúla Mogensen í Hvammsvík, tökum lagið með Ágústu Evu Erlendsdóttur og förum út að borða á Jóni Forseta.
Dönsk heimildarþáttaröð um áhrifavaldana og parið Morten og Fredrik sem dreymir um að stofna fjölskyldu og eignast börn. Dag einn hefur Nanna samband við þá og býðst til að ganga með barn fyrir þá eftir að hafa fylgt þeim á samfélagsmiðlum. Þau ákveða að leggja af stað í ferðalag sem breytir lífi þeirra allra.
Önnur þáttaröð þessara þýsku leiknu þátta hefst á árinu 1932. Harry snýr aftur til Berlínar frá Bandaríkjunum og þau Vicky fá tækifæri til að taka upp þráðinn að nýju. Á sama tíma byrjar nasisminn að láta á sér kræla. Aðalhlutverk: Naemi Florez, Ludwig Simon og Alexander Scheer. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarþáttaröð um Adolf Hitler þar sem stuðst er við viðtöl við fólk sem þekkti Hitler náið til að draga upp mynd af því hver hann var í raun og veru. Þættirnir gerast í öfugri tímaröð og byrja þegar Þýskaland er í rústum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Írsk heimildarmynd frá árinu 2022 um tónlistarferil söngkonunnar Sinead O'Connor. Saga óhræddrar og ögrandi konu sem vakti heimsathygli fyrir tónlist sína og fyrir sterka sannfæringu. Á hátindi heimsfrægðar var hún úthrópuð og útskúfuð úr poppmenningu þess tíma vegna ögrandi óttaleysis og sannfæringarkrafts. Leikstjóri: Kathryn Ferguson.