Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Leikskólastarfsmaður í leikskólanum Múlaborg sem var handtekinn fyrir viku síðan, grunaður um kynferðisbrot gegn barni, var undir sérstöku eftirliti í starfi á síðasta ári vegna sérkennilegs háttarlags í kringum börn. Málið hefur vakið upp ýmsar spurningar meðal foreldra og almennings um hvernig tekið er á málum sem þessum. Foreldrar barna á Múlaborg eru ósáttir við hvernig brugðist var við. Rætt er við þær Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra og Ólöfu Ástu Faresveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu um viðbrögð og ferla í slíkum málum.
