Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Augu umheimsins hvila á Washington, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti, fundar með Vlodomir Zelensky, forseta Úkraínu, og í kjölfarið leiðtogum helstu Evrópuríkja, og reynir að finna málamiðlanir að friðarsamkomulagi við Rússa. Úkraínumenn eru uggandi eftir fund Trump með Pútín Rússlandsforseta á föstudag og óttast að Trump sé reiðubúinn að gefa of mikið eftir.
Alþingismennirnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, voru gestir Kastljóss.
Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Fjarðabyggðar og Fjallabyggðar.
Lið Fjarðabyggðar skipa Jón Svanur Jóhannsson grunnskólakennari á Eskifirði, Kjartan Bragi Valgeirsson læknanemi og Sigrún Birna Björnsdóttir fræðslustjóri Alcoa Fjarðaráls.
Lið Fjallabyggðar skipa Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, Halldór Þormar Halldórsson verkefnisstjóri hjá Fjallabyggð og Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður Fjallabyggðar.

Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður, Randver og Örn bregða á leik sprellfjörugir að vanda. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Árið 2016 voru fimmtíu ár síðan Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar og á þessum fimmtíu árum hefur það sýnt ógrynni af efni allstaðar að af landinu. Í 50 ár eru níu sjónvarpsþættir sem sendir voru út frá vel völdum stöðum á landinu sumarið 2016 þar sem rifjaðar voru upp sögur og svipmyndir af sjónvarpssögu viðkomandi landshluta. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.
Egill Helgason ferðast á Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum og skoðar mannlíf, menningu og sögu. Flutningar næstum fjórðungs þjóðarinnar til Vesturheims hlýtur að teljast einn stærsti atburður Íslandssögunnar.
Í þessum þætti segir Egill frá Guttormi J. Guttormssyni, höfuðskáldi Nýja-Íslands og fjallar meðal annars um bókmenntir, skáldbændur, varðstöðuna um íslenska tungu, örnefni og ættarnöfn. Viðmælendur Egils í þáttunum eru Erla Simundsson, David Gislason, Bill Valgardson, Margret Wishnowski, Birna Bjarnadóttir og Atli Ásmundsson.
Sænskur matreiðsluþáttur í umsjón Anne Lundberg og Pauls Svensson. Þau grænvæða vinsæla rétti og skora á kokka að vinna með nýstárlegt hráefni. Jurtaríkið er einungis nýtt að hluta til matar og því er þar enn falin matarkista. Þau ferðast um Skán í leit að hinu óþekkta græna hráefni.


Hrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.

Friðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Tölurnar fara yfir þau ýmis form sem þau geta myndað í Stampólingarðinum.

Mörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
Þættir sem fjalla um hringrásarhagkerfið, þar sem hlutir og hráefni fara í hring og eins manns rusl verður annars fjársjóður. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Framleiðsla: Republik.
Er hægt að lifa plastlausu lífi? Þarf að breyta kerfunum sem við búum við til að auðvelda okkur að vera umhverfisvæn?

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Leikskólastarfsmaður í leikskólanum Múlaborg sem var handtekinn fyrir viku síðan, grunaður um kynferðisbrot gegn barni, var undir sérstöku eftirliti í starfi á síðasta ári vegna sérkennilegs háttarlags í kringum börn. Málið hefur vakið upp ýmsar spurningar meðal foreldra og almennings um hvernig tekið er á málum sem þessum. Foreldrar barna á Múlaborg eru ósáttir við hvernig brugðist var við. Rætt er við þær Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra og Ólöfu Ástu Faresveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu um viðbrögð og ferla í slíkum málum.

Sænska bakstursdrottningin Camilla Hamid ferðast til Marokkó til að kynnast uppruna sínum og læra að baka að marokkóskum sið.

Breskir sakamálaþættir byggðir á sönnum atburðum. Þættirnir lýsa atburðarás sem hófst með kynnum háskólakennarans Peter Farquhar og nemandans Ben Field og leiddi til tveggja dauðsfalla, flókinnar lögreglurannsóknar og réttarhalda. Aðalhlutverk: Éanna Hardwicke, Conor MacNeill, Adrian Rawlins og Amanda Root. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Fjórða þáttaröð þessara þýsku glæpaþátta um lögreglumanninn Gereon Rath frá Köln sem rannsakar undirheima Berlínarborgar á fjórða áratug síðustu aldar. Kreppan mikla er skollin á og nasistar á leið til valda. Aðalhlutverk: Volker Bruch, Liv Lisa Fries og Lars Eidinger. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Önnur þáttaröð þessara dönsku gamanþátta. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Hljómsveitarstjórinn Jeppe forðast ágreining eins og heitan eldinn, en það reynist oft erfitt þar sem sérvitri og ósveigjanlegi klarinettuleikarinn Bo lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýir danskir heimildarþættir. Lögfræðingur með tengsl við undirheimana aðstoðar rannsóknarblaðamenn við að afhjúpa glæpastarfsemi á Norðurlöndunum.
Rannsóknarblaðamenn TV2 komast að því að Amira lék tveimur skjöldum við gerð þáttanna og lak upplýsingum frá fréttamönnum til lögreglunnar.