
HM í sundi í 50 metra laug í Singapore.
Danskir heimildarþættir þar sem sex ungmenni sem þjást af streitu taka þátt í tilraun þar sem þau slökkva á símunum sínum og flytjast út í skóg. Getur dvölin í náttúrunni dregið úr streitueinkennum á aðeins sex dögum?
Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þættinum mætast lið Borgarbyggðar og Mosfellsbæjar.
Lið Borgarbyggðar skipa Auður Ingólfsdóttir lektor við Háskólann á Bifröst, Guðrún Björk Friðriksdóttir sem vinnur í Nepal og Lára Lárusdóttir sem vinnur á leikskóla.
Lið Mosfellsbæjar skipa Bjarki Bjarnason kennari, María Pálsdóttir leikkona og kennari og Valgarð Már Jakobsson smiður og framhaldsskólakennari í Mosfellsbæ.

Þættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í þættinum fjöllum við um konungsheimsóknir til Íslands og kvikmyndir af þeim og síðar heimsóknir forseta Íslands í ýmis byggðarlög. Við sjáum hvernig hefðir sköpuðust í kringum þessar heimsóknir þjóðhöfðingja og ekki síst hvernig forsetaembættið nýja var túlkað í kvikmyndum.
Íslensk leikin þáttaröð um Þjóðverjann Karl Krautz sem gegnir því mikilvæga starfi að ferðast um heiminn og búa til sjónvarpsefni fyrir þýska ríkið. Hann neyðist til að eyða sumrinu á Íslandi ásamt aðstoðarmanni sínum, Heinrich, og framleiða menningarþætti um smáþorpið Seltjarnarnes. Leikstjórn og framleiðsla: Árni Þór Guðjónsson, Jónsi Hannesson og Killian Briansson.
Karl mætir til Íslands og kynnist Seltjarnarnesi.
Þættir um börn og ungmenni sem eiga annað móðurmál en íslensku og hafa hlotið Íslenskuverðlaun unga fólksins. Dagskrárgerð og umsjón: Hafsteinn Vilhelmsson.
Alisa fæddist í Úkraínu árið 2012. Hún flutti með foreldrum sínum til Íslands 2019, þegar hún var átta ára, en hóf þó ekki skólagöngu fyrr en ári seinna, haustið 2020. Alissa segir að þolinmæði kennara skipti miklu máli þegar kemur að því að kenna nemendum með annað móðurmál íslensku.

Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Stutt innslög frá þeim Jasmín og Jómba þar sem þau tala um tónlist og tónfræði.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Fjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.

Fróðlegir danskir þættir þar sem þáttastjórnendur rannsaka matinn sem við borðum dags daglega.

Íþróttafréttir.

Náttúrulífsþættir frá BBC um stórbrotna náttúru og dýralíf Skandinavíu.

Íslenskir heimildarþættir um ferðalög hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Ásdísar Rósu Baldursdóttur. Kristján sem fór hringinn í kringum jörðina á mótorhjóli árið 2014 tekur aftur fram hjólið og í þetta sinn er Ásdís Rósa konan hans með í för.
Þau fóru árið 2018 þvert yfir Bandaríkin, um 18 ríki á fimm vikum og upplifðu stórkostlega náttúru, sögufræga staði og fjölbreytta flóru mannfólksins. Í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018 fóru þau svo til Moskvu.
Kristján Gíslason og Ásdís Rósa Baldursdóttir fara frá Íslandi til Moskvu á mótorhjóli. Tilefnið var að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. Ferðalagið tók á sig ýmsar myndir gleði og sorgar. Fyrir utan heimsmeistaramótið sjálft voru það hin mannlegu samskipti sem ristu dýpst.
Finnsk leikin þáttaröð um fasteignasalann Lindu. Eiginmaðurinn fer frá henni og skilur hana eftir í skuldasúpu. Til þess að viðhalda lífsstíl sínum neyðist Linda til að gerast drottning undirheimanna. Aðahlutverk: Laura Malmivaara, Katja Küttner og Minna Haapkylä. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem ljósmyndir eru notaðar til að fara yfir lífshlaup þekktra einstaklinga.

Breskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.