13:35
Systraslagur - Saga kvennalandsliðsins (4 af 5)
Heimildarþáttaröð um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, upphafsár þess og sögu, sigra og ósigra. Liðið er eitt þeirra fremstu í heiminum og stjörnur þess með þekktustu íþróttamönnum þjóðarinnar. En leið kvennalandsliðsins á þann stað sem það er á í dag var allt annað en greið.
Þegar UEFA fjölgar liðum á EM grípa Íslendingar tækifærið og tryggja sér sæti í fyrsta sinn þegar þær skauta fram hjá Írum. Þær snúa aftur fjórum árum síðar – sterkari og með skýr markmið, þótt undir niðri kraumi spenna innan hópsins.
Er aðgengilegt til 02. júlí 2026.
Lengd: 41 mín.
e
Dagskrárliðurinn er textaður.
