21:40
Stenbeck: Fjármunir og fjarskipti (4 af 5)
Stenbeck
Sannsögulegir þættir um sænska fjarskipta- og fjölmiðlakónginn Jan Stenbeck. Hann tók við fjölskyldufyrirtækinu af föður sínum við lok áttunda áratugarins og átti stóran þátt í að breyta Svíþjóð úr hefðbundnu iðnaðarsamfélagi í hátækniríki. Á sama tíma og hann átti velgengni að fagna í viðskiptalífinu einkenndist fjölskyldulíf hans af átökum og erjum. Aðalhlutverk: Jakob Oftebro, Zoe Boyle, Iréne Lindh og Malin Crépin.
Er aðgengilegt til 02. júlí 2026.
Lengd: 43 mín.
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
