19:40
Kastljós
Er ólöglegt að niðurgreiða hagkvæmt húsnæði?
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Getur verið að stjórnvöld séu að brjóta lög með því að aðstoða leigufélög að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir tekjulægra fólk? Það telur Viðskiptaráð, sem hefur sent ESA- eftirlitsstofnun EFTA, kvörtun vegna stuðnings stjórnvalda við óhagnaðardrifin leigufélög. Í kvörtuninni kemur fram að ráðið telji stuðninginn brjóta í bága við EES-samninginn og grafa undan samkeppni á markaði. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, takast á um málið í Kastljósi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 16 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,