Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Willum Þór Þórsson, fyrrverandi alþingismaður og heilbrigðisráðherra, var kjörinn forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um helgina. Og nýs forseta bíða ærin verkefni. Willum Þór er gestur Kastljóss í kvöld.
Listaháskóli Íslands tók ákvörðun um að afnema tölulega einkunnagjöf í öllum deildum skólans árið 2019. Þetta breytta fyrirkomulag hefur orðið til þess að nemendur við arkitektúrdeild skólans hafa fengið synjun á skólavist erlendis vegna ófullnægjandi einkunnagjafar og skorts á viðmiðum. Arkitektafélag Íslands sendi bréf á rektor Listaháskólans og menningar- og háskólaráðherra í lok síðasta mánaðar þar sem farið er fram á tafarlausar úrbætur á einkunnakerfinu.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra verða gestir Torgsins annað kvöld, sem verður í beinni útsendingu frá samkomuhúsinu í Grundarfirði. Umfjöllunarefni þáttarins eru breytingar á veiðigjöldum, sem stjórnvöld stefna að og forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtæja hafa mótmælt harðlega. En hvað eru eiginlega veiðigjöld? Við förum í kjölinn á því.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Tugir þúsunda keyptu hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Til að fara yfir útboðið, stöðuna á bankamarkaði og fleira koma þau Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur, Guðrún Johnsen deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst og Haukur Skúlason stofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri í Indó sparisjóði.
Þá greinum við stöðu mála í innrásarstríði Rússa í Úkraínu eftir að friðarviðræður í síðustu viku skiluðu litlum árangri. Gestir eru Jón Ólafsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands og Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur.

24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Lið Dalvíkurbyggðar og Garðabæjar eigast við. Lið Dalvíkurbyggðar skipa: Elín Björk Unnarsdóttir, Klemenz Bjarki Gunnarsson og Magni Óskarsson. Lið Garðabæjar skipa: Vilhjálmur Bjarnason, Elías Karl Guðmundsson og Ragnheiður Traustadóttir. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
Þáttaröð í umsjón Egils Helgasonar þar sem saga Siglufjarðar er rakin. Bærinn var lengi utan alfaraleiðar en vegna mikils uppgangs á 20. öld varð hann þungamiðja síldveiða sem um skeið voru arðvænlegasta atvinnugrein á Íslandi. Í þáttunum er einnig sagt frá skemmtanalífi, rómantík, slagsmálum, tónlist, skíðaiðkun og einstökum bæjarbrag. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í fyrsta þætti Siglufjarðar - sögu bæjar segir frá afskekktri byggð, umkringdri háum fjöllum, sem var lengi utan alfaraleiðar. Hákarlaveiðar voru ein helsta atvinnugreinin í bænum þar til Norðmenn komu í byrjun 20. aldar og gerðu staðinn að höfuðstöðvum síldveiða við Norðurland. Þá hófst mikill uppgangur, fólk dreif að og sagt var að Siglufjörður hefði á sér yfirbragð gullgrafarabæjar. Það spunnust sögur um drykkjuskap og syndugt líferni. Það var einnig mikill trúarhiti á staðnum.

Heilinn er undarlegt fyrirbæri. Hægt er að hafa áhrif á hann og hegðun fólks með mismunandi hætti. Sjónhverfingarmanninum og dáleiðandanum Jan Hellesøe er fylgt eftir í þessum fróðlegu dönsku þáttum.


Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?

Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Góðgerðardagur Kársnesskóla 2. Krakkaskýring: Hvað eru Tarot-spil?

Íþróttafréttir.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.
Hart hefur verið tekist á um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi. Stjórnvöld segja greinina vel aflögufæra en frá henni heyrast áhyggjuraddir
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sátu fyrir svörum.
Einnig rætt við gesti í dal og spurningar frá landsmönnum bornar upp.
Norsk leikin þáttaröð frá 2024. Ida og Marvin eru búin að vera par í þrjú ár, án þess þó að hafa nokkurn tímann hist. Þegar hann bindur enda á sambandið fer Ida að leita ástarinnar í raunheimum. Aðalhlutverk: Gina Bernhoft Gørvell, Jacques Colimon og Heidi Goldmann. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Önnur þáttaröð þessara bresku glæpaþátta. Glæfralegt morð í námabæ á Mið-Englandi ýfir upp gömul sár og ógnar stöðugleikanum í samfélaginu. Aðalhlutverk: Lorraine Ashbourne, David Morrissey og Perry Fitzpatrick. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Fimmta þáttaröð þessara bresku spennuþátta. Rannsóknarlögreglumaðurinn Sunny Khan og samstarfsfólk hans snúa aftur til starfa eftir mikið áfall þegar líkamsleifar finnast í reykháfi í vesturhluta London. Það reynist teyminu erfitt að leysa málið og nýr samstarfsfélagi þeirra, Jess James, auðveldar þeim ekki lífið. Aðalhlutverk: Sanjeev Bhaskar og Sinéad Keenan. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Góðgerðardagur Kársnesskóla 2. Krakkaskýring: Hvað eru Tarot-spil?