Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
61 fullorðinn einstaklingur var lagður inn á sjúkrahús í geðrofi vegna notkunar ADHD-lyfja á árunum 2010-2022. Þetta eru niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar, sem birt var í British Medical Journal. Hlutfallslega er geðrof ekki algengur fylgikvilli ADHD-lyfja en í ljósi mikillar notkunar þeirra hér á landi telja geðlæknar að taka þurfi hann alvarlega. Við ræddum við Odd Ingimarsson, geðlækni um málið.
Kastljós hefur á undanförnum vikum ferðast vítt og breytt um landið og tekið púlsinn á ferðaþjónustunni. Áskoranir og verkefni greinarinnar eru fjölbreytt og misjöfn á milli landsvæða en að þessu sinni heimsóttum við Vestfirði.
Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr var settur um helgina. Íslandi tekur þátt í fyrsta sinn en fulltrúi okkar er Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt. Kastljós var á staðnum.
