14:00
Silfrið
Lýðræðislegt andóf eða barlómur búmanna?
Silfrið

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Þingmenn settu met í fyrstu umræðu um veiðigjöld, sem var vísað í atvinnuveganefnd í dag, og ljóst að slagurinn um gjöldin er hvergi nærri búin. Þá bíða fleiri mál afgreiðslu. Ríkisstjórnin ætlar að taka hin umdeildu búvörulög úr gildi og kílómetragjald verður lagt á bensín- og díselbíla. Og svo eru það auðvitað alþjóðamálin.

Við förum yfir sviðið með þeim Gylfa Ólafssyni, bæjarfulltrúa í Ísafjarðarbæ, Margréti Ágústu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, prófessor og deildarforseta við Háskólann á Bifröst, og Sigtryggi Magnasyni, forstöðumanni hjá Samtökum atvinnulífsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður sjálfvirkt.
,