Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Þingmenn settu met í fyrstu umræðu um veiðigjöld, sem var vísað í atvinnuveganefnd í dag, og ljóst að slagurinn um gjöldin er hvergi nærri búin. Þá bíða fleiri mál afgreiðslu. Ríkisstjórnin ætlar að taka hin umdeildu búvörulög úr gildi og kílómetragjald verður lagt á bensín- og díselbíla. Og svo eru það auðvitað alþjóðamálin.
Við förum yfir sviðið með þeim Gylfa Ólafssyni, bæjarfulltrúa í Ísafjarðarbæ, Margréti Ágústu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, prófessor og deildarforseta við Háskólann á Bifröst, og Sigtryggi Magnasyni, forstöðumanni hjá Samtökum atvinnulífsins.
