Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vill draga úr göllum á nýbyggingum og stórauka vernd kaupenda sem sitja oft uppi með kostnaðinn ef bygging reynist gölluð. Stofnunin kynnti breytingarnar á byggingareftirliti í morgun. Gestir Kastljós eru Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Þórdís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja- og sjálfbærni hjá HMS.
Það ríkir mikil gleði í Basel í Sviss, þar sem fyrri undankeppni Eurovision er annað kvöld. Ísland stígur fyrst þjóða á svið þegar VÆB flytur lagið Róa. Undirbúningur íslenska hópsins hefur gengið vel. Opnunarhátíð keppninnar var í gær og fjölmiðlar gátu rætt við keppendur.
