19:40
Er þetta frétt? (13 af 14)
13. þáttur
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Keppendur að þessu sinni eru feðginin Arnar Björnsson og Kristjana Arnarsdóttir en Kristjana stýrði Er þetta frétt? á upphafsdögum þáttarins. Þau etja kappi við systkinin Evu Björk Benediktsdóttur og Guðmund Benediktsson. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa sagt okkur íþróttafréttir í gegnum tíðina.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 48 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
