19:40
Hvað er í gangi?
Heiti potturinn, Villi Neto og trúðar í MH
Hvað er í gangi? Hressandi þáttur þar sem Daníel og Katla hitta skemmtilegt fólk, kíkja út á lífið og kryfja ýmis mál. Umsjón: Daníel Óskar Jóhannesson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir.
Valentínusar-öskudagurinn er haldinn hátíðlegur í þættinum þar sem Daníel og Katla fá til sín keppendur í heita pottinn. Þar keppast þátttakendur við að hrífa hvort annað með svörum við skemmtilegum spurningum. Við hittum Villa Neto í nytjamarkaði og kíkjum á allskonar skemmtilegt dót. Katla heimsækir MH og spjallar við trúðana þar.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 18 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
