Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Atvinnurekendur í Grindavík hafa gagnrýnt skert aðgengi að bænum. Við ræðum við ríkislögreglustjóra og verkfræðinga sem hafa haft yfirumsjón með rannsóknum á jarðveginum undir byggðinni í Grindavík og viðgerðum á lögnum.
Svo fáum við ráðlagðan fimmtudagsskammt af menningarfréttum í lok þáttar.

Árið 2016 voru liðin 30 ár frá því að Ísland sendi lag í Eurovision í fyrsta sinn. Að því tilefni er hér farið yfir þriggja áratuga sögu Söngvakeppninnar í tali, tónum og myndum. Dagskrárgerð: Gunnlaugur Jónsson og Ásgeir Eyþórsson. e.

Skemmtiþættir frá árunum 1993-1994 í umsjón Ingveldar G. Ólafsdóttur. Stjórnandi upptöku: Björn Emilsson.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Kvíðinn og þunglyndið eru gungur og fylgja honum aldrei upp á svið. Gestur Okkar á milli er Flosi Þorgeirsson.

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Ef þú ert bara að hugsa um þægindin þá er alveg eins gott að vera bara á bíl," segir Bjarni Vestmann, formaður H.0.G. Chapter Iceland.„Maður skynjar umhverfið miklu betur, t.d. þegar maður keyrir um sveitirnar, maður finnu lyktina, hitastigið úti og nýtur birtunnar öðruvísi. Svo er það náttúrulega bara þyturinn og svo hljóðið í hjólunum," segir Bjarni. H.O.G. Chapther Iceland eru opinber samtök eigenda Harley Davidson mótorhjóla á Íslandi. Starfsemi félagsins felst í því að menn hittast og fara saman í lengri og skemmri ferðir, innanlands og líka erlendis. Á mennignarnótt fara klúbbmeðlimir síðan niður í miðbæ Reykjavíkur og bjóða gestum og gangandi á bak, og fara með þá lítinn rúnt, gegn gjaldi. Allur ágóði rennur síðan til Umhyggju, félags langveikra barna.

Beinar útsendingar frá HM í sundi í 50 metra laug.
Bein útsending frá HM í sundi í 50 metra laug.

Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar. Þættirnir voru teknir upp árið 2021.


Bresk sjónvarpsþáttaröð úr heimi vísindaskáldskapar fyrir unglinga. Árið 1997 hurfu fjórir krakkar úr Silfruskógi. Tuttugu og þremur árum seinna ákveður strákur einn að komast að því hvað í raun og veru gerðist í skóginum þennan örlagaríka dag.
Hlutirnir verða sífellt undarlegri í búðunum. Drekafluga verður að horfast í augu við persónulega djöfla til að bjarga sér og vinum sínum.

Katta er 14 ára og er einkar lagin við að koma sér í vandræðalegar aðstæður. Sem betur fer er hún með app í símanum sínum sem getur fært hana aftur í tímann.

Atriði úr alls konar leikritum og sýningum frá leikfélögum landsins.
Birgitta Haukdal og Lára Stefánsdóttir syngja lag úr barnaleikritinu Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Lag: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.

Íslensk tónlistarmyndbönd.

Íþróttafréttir.
Hvað er í gangi? Hressandi þáttur þar sem Daníel og Katla hitta skemmtilegt fólk, kíkja út á lífið og kryfja ýmis mál. Umsjón: Daníel Óskar Jóhannesson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir.
Valentínusar-öskudagurinn er haldinn hátíðlegur í þættinum þar sem Daníel og Katla fá til sín keppendur í heita pottinn. Þar keppast þátttakendur við að hrífa hvort annað með svörum við skemmtilegum spurningum. Við hittum Villa Neto í nytjamarkaði og kíkjum á allskonar skemmtilegt dót. Katla heimsækir MH og spjallar við trúðana þar.
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Kristjana Arnarsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Birta Björnsdóttir. Framleiðsla: RÚV.
Keppendur eru Sigmar Guðmundsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Inga Lind Karlsdóttir og Guðmundur Steingrímsson.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir kvöldsins eru Patrekur Jaime, Ragnar Kjartansson og Svandís Dóra Einarsdóttir.
Berglind Festival kannar hin ýmsu málefni eldri borgara.
Logi Pedro og Huginn flytja lagið Englar alheimsins í lok þáttar.

Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru Stanhope rannsóknarlögreglukonu á Norðymbralandi. Aðalhlutverk: Brenda Blethyn og Jon Morrison. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Chela og Chiquita hafa verið saman í yfir 30 ár. Þær eru af auðugum ættum en eru nú komnar í fjárhagsvanda. Þegar Chiquita endar í fangelsi fyrir tilraun til fjársvika þarf Chela að aðlagast nýju lífi. Aðalhlutverk: Norma Codas, Margarita Irun og Ana Brun. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Beinar útsendingar frá bikarkeppninni í blaki.
Bein útsending frá leik Hamars og KA í undanúrslitum bikarkeppni karla í blaki.

Beinar útsendingar frá bikarkeppninni í blaki.
Bein útsending frá leik Þróttar Fjarðabyggðar og Stálúlfs í undanúrslitum bikarkeppni karla í blaki.