14:55
Hvað höfum við gert?
Hvað höfum við gert?

Íslensk heimildarþáttaröð í tíu hlutum þar sem loftslagsmál eru útskýrð á mannamáli. Fjallað er um áhrif loftslagsbreytinga á lífríki og samfélög, bæði erlendis og á Íslandi, og afleiðingar þeirra. Í þáttunum eru áhrif neysluhyggju nútímans á loftslagsbreytingar skoðuð og rætt hvaða lausnir mannkynið þarf að koma með, bæði til þess að draga úr þessum breytingum og aðlagast nýjum og sjálfbærari lifnaðarháttum.

Hvernig ýta hagkerfi heimsins undir aukin gróðurhúsaáhrif og hver er ábyrgð okkar? Í þessum þætti veltum við fyrir okkur stöðu mála og skoðum hvernig við getum tekið umhverfiskostnað með í reikninginn til að átta okkur á raunverulegum kostnaði.

Var aðgengilegt til 06. nóvember 2023.
Lengd: 30 mín.
Eingöngu aðgengilegt á Íslandi
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,