16:35
Hvunndagshetjur
Sigurþóra og Bjartmar
Hvunndagshetjur

Íslensk heimildarþáttaröð þar sem við heyrum einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja einstaklinga sem hafa lagt sig fram við að bæta og efla samfélagið á jákvæðan hátt. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Í þessum þætti kynnumst við Sigurþóru Bergsdóttur, sem notaði sína eigin sáru reynslu af því að missa son sinn til þess að hjálpa öðrum ungmennum í vanda, þegar hún stofnaði Bergið - Headspace. Við hittum líka Bjartmar Leósson sem hefur á undanförnum árum fundið hundruð stolinna reiðhjóla og komið þeim í réttar hendur.

Var aðgengilegt til 21. júní 2023.
Lengd: 28 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,