13:35
Kastljós
Vandi mennta-og háskólanema, Madama Butterfly og Volaða land
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Fulltrúar framhaldsskólanema kvarta undan álagi í kjölfar styttingar náms í þrjú ár úr fjórum, Þorbjörg Þóroddsdóttir, nemi í Menntaskólanum á Akureyri lýsir sinni upplifun af styttri námstíma. Reynsla er jafnframt komin á stöðu háskólanema sem hafa reynslu af þriggja ára kerfinu, Rúnar Vilhjálmsson, fráfarandi formaður Félags prófessora við Háskóla Íslands bar saman hópana - bæði fyrir og eftir styttingu og heimsfaraldur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Óperustjóri og Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum ræða uppfærslu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly en hún hefur vakið sterk viðbrögð og framsetning, búningar og sviðsmynd sætt gagnrýni. Volaða land, nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar fjallar um þrautagöngu dansks prests á Íslandi um 1900, rætt við leikstjórann og annan aðalleikara myndarinnar, Ingvar E. Sigurðsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,