19:35
Kastljós
Stýrivaxtahækkanir, föstur
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Seðlabankastjóri hefur hlotið gagnrýni fyrir rökstuðning ákvörðunar um stýrivaxtahækkun í gær og trúverðugleiki hans er sagður hafa beðið hnekki. Ein af skýringum seðlabankastjóra var að nýgerðir kjarasamningar fælu í sér meiri launahækkanir en ráð var fyrir gert. Hvaða áhrif koma stýrivaxtahækkanirnar til með að hafa á efnahag bæði ríkisins og ekki síður landsmanna. Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ, og Konráð Guðjónsson, hagfræðingur SA, eru gestir Kastljóss.

Áhugi á föstum hefur aukist mikið að undanförnu og hafa heilsufarsleg áhrif þess að fasta verið mikið til umræðu í samfélaginu. Þekktar eru svokallaðar lotuföstur þar sem fólk neytir ekki matar í ákveðinn tíma á hverjum sólarhring, jafnvel sextán klukkustundir. Svo eru föstur sem standa yfir í lengri tíma, en í fréttum nýverið var sagt frá manni sem fastaði í heilan mánuð. Tekla Hrund Karlsdottir læknir og Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur fóru yfir málið.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Bein útsending.
,