13:10
Kastljós
Fjármál Reykjavíkurborgar, fiskur úr plöntum, Band
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er afar slæ, en gert er ráð fyrir að A hluti Borgarsjóðs verði rekinn með rúmlega 15 milljarða halla í ár og 6 milljarða halla á því næsta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðisflokksins tókust á um áætlunina og aðgerðir framundan.

Þorskur úr plöntum verður fáanlegur í matvöruverslunum hérlendis á næsta ári. Afurðin er sú fyrsta í línu plöntumiðra sjávarafurða sem fyrirtækið Loki foods hefur þróað síðustu mánuði, og hefur vakið áhuga fjárfesta og neytenda um heim allan.

Það þarf sterk bein til að slá í gegn en það er óbærilegt að gera það ekki. Um þetta er fjallað í nýrri kvikmynd sem nefnist Band og fjallar um íslenska hljómsveit sem hyggur hátt og hefur hátt.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,