19:35
Kastljós
Formannsslagur í Sjálfstæðisflokki, Snny og Icelandairways
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson berjast um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins sem fram fer um helgina. Þeir voru gestir Kastljóss.

Icelandairwaves tónlistarhátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Kastljós tók tónlistarmennina Gugusar og Krumm tali auk þess sem rætt var við Ísleif Þórhallsson hátíðarstjóra.

Bandaríski tónlistarmaðurinn snny verður með tónleika í kvöld á Húrra sem eru hluti af Airwaves-dagskránni. Hann gaf út plötu fyrr í vetur sem hann vann náið með fjölda íslenskra tónlistarmanna. Kastljós ræddi við hann um tónlistarferillinn og áhrif Íslands á nýju plötuna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Bein útsending.
Engin dagskrá.
,