17:50
Landakort
Enn að prófa sig áfram eftir 60 ár á bak við linsuna
Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

„Það er eins og ég segi stundum, það er ekki skrúfa eftir. Það er allt breytt,“ segir Pétur Jónasson, ljósmyndari á Húsavík, þegar hann er spurður um það hvernig ljósmyndatæknin hafi þróast síðan hann byrjaði að mynda um miðja síðustu öld. Hann lærði að mynda á filmu og framkalla sjálfur en dundar sér núna við að forrita smáforrit fyrir snjallsíma. Pétur hefur rekið ljósmyndastofu sína á Húsavík síðan árið 1962 og er hún í dag elsta starfandi ljósmyndastofa landsins.

Var aðgengilegt til 05. nóvember 2022.
Lengd: 7 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,