20:30
Náttúran mín
Skrúður
Náttúran mín

Íslensk heimildarþáttaröð í fjórum þáttum. Þótt meirihluti landsmanna búi í þéttbýli býr sumt fólk á stöðum þar sem náttúran hefur meiri áhrif á líf þess en gengur og gerist. Í þessari þáttaröð greinir fólk frá ýmsum stöðum á landinu frá ástríðu sinni fyrir því, hvers vegna það kýs að búa utan þéttbýlis og hvað veldur því að það vill hvergi annars staðar búa. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon og Lára Ómarsdóttir.

Baldur Rafnsson var orðinn leiður á lífinu í höfuðborginni og langaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Þegar færi gafst festi hann ásamt konu sinni kaup á jörðinni Vattarnesi og fjölskyldan fluttist þangað búferlum. Innan um fugla, fiska, sauðfé og náttúrudýrð Skrúðs líður honum vel. Skrúður er griðastaður hans, eyjan hans.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 23 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,