15:30
Kiljan
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Eliza Reid forsetafrú er gestur í Kilju vikunnar. Hún spjallar við okkur um bók sína Sprakkar sem á næstunni kemur út á ýmsum tungumálum. Við fjöllum um bók sem er helguð verkum hins gagnmerka arkitekts Þóris Baldvinssonar, ritstjóri hennar er Ólafur J. Engilbertsson en af höfundum má nefna Pétur H. Ármannsson. Við förum í nýtt Bókasamlag í Skipholti en þar ráða ríkjum Kikka Sigurðardóttir og Dagný Maggýjar. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Ísland pólerað eftir Ewu Marcinek, Kalmann eftir Joachim B. Schmidt og Meðal hvítra skýja, en það eru þýðingar á fornum kínverskum ljóðum eftir Hjörleif Sveinbjörnsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 38 mín.
e
Endursýnt.
,