20:20
Ísland: bíóland
Tími Íslensku kvikmyndasamsteypunnar
Ísland: bíóland

Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.

Á síðari hluta tíunda áratugarins eru Friðrik Þór Friðriksson og Íslenska kvikmyndasamsteypan alltumlykjandi. Á þessum tíma gerir Friðrik tvær myndir, Djöflaeyjuna og Engla alheimsins. Aðrar myndir frá þessum tíma eru til dæmis Ungfrúin góða og húsið, Íslenski draumurinn, 101 Reykjavík og Myrkrahöfðinginn.

Var aðgengilegt til 21. ágúst 2021.
Lengd: 57 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,