13:25
Ísland: bíóland
Rödd í heimskór kvikmynda
Ísland: bíóland

Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.

Tímamót verða í sögu íslenskra kvikmynda þegar Börn náttúrunnar er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Á þessum tíma koma fram nýiir leikstjórar sem beina sjónum sínum að borgarumhverfinu og höfða til unga fólksins. Gluggað er í myndirnar Börn náttúrunnar, Sódóma Reykjavík, Veggfóður, Svo á jörðu sem á himni, Benjamín dúfa, Tár úr steini og Ingaló.

Var aðgengilegt til 16. júlí 2021.
Lengd: 58 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,