14:00
Fyrir alla muni
Karfa Fjalla-Eyvindar
Fyrir alla muni

Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.

Í Hafnarfirði leynist fagurlega ofin karfa í einkaeigu. Hún er talin hafa verið gerð af einum frægasta útilegumanni og konu á Íslandi. Sigurður og Viktoría fara á stúfana, rekja sögu körfunar og um leið skoða líf þeirra Fjalla-Eyvinds og Höllu sem hefur orðið mörgum innblástur og skrifaðar hafa verið bækur, samin leikrit og gerðar kvikmyndir um ævi þeirra og örlög.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 28 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,