10:45
Fullveldisöldin
Landar
Fullveldisöldin

Tíu þátta röð sem segir sögu lands og þjóðar á 100 ára afmæli fullveldis. Hvað fannst Kristjáni X Danakonungi um fullveldishugmyndir Íslendinga? Hvaða staður er sameiningartákn í augum þjóðarinnar og hvað er það sem helst hefur ógnað fullveldinu á undanfarinni öld? Hvað er það sem hefur haldið í okkur lífinu og hvernig náði fátækasta bændasamfélag Evrópu að koma undir sig fótunum og verða eftirsóknarverður staður á heimskortinu? Leikstjórn: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Framleiðandi: Sagafilm.

Við gerð sambandslagasamningsins 1918 óttuðust margir Íslendingar að Danir myndu flykkjast til Íslands og setjast hér að en sá ótti reyndist ástæðulaus. Í gegnum tíðina hefur þó ýmsum þótt álitlegt að flytja hingað, bæði í atvinnuleit og í leit að skjóli. Viðmælandi í þessum þætti er Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði.

Var aðgengilegt til 06. mars 2021.
Lengd: 14 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,