Veður

Áfram nokkuð hlýtt fram að helgi

Veðurstofan spáir nokkuð hlýju veðri næstu daga - fram á föstudag, þegar heldur fer að kólna í veðri. Í dag og á morgun er spáð 8 til 18 stiga hita; 5 til 15 á miðvikudag og 7-17 á fimmtudag. Hins vegar er viðbúið að það blási nokkuð hressilega á...
22.05.2017 - 06:38

Bongóblíða víðast hvar í dag

Enn einn ágætur vordagur í vændum með hægum vindi og sólskini víðast í flestum landshlutum, en austankalda og smá vætu suðaustanlands upp úr hádegi, segir í veðurpistli dagsins frá Veðurstofunni. Hlýtt verður í veðri í dag, jafnvel kringum 20 stig...
21.05.2017 - 09:46

Spáð 20 stiga hita við Faxaflóa á morgun

Veðurspá helgarinnar er með besta móti, víða sólskin og hlýindi, þó að þoka við sjávarsíðuna geti sums staðar verið þaulsetin, segir í veðurpistli dagsins frá Veðurstofunni. Niðaþokan í höfuðborginni ætti að hverfa þegar nær dregur hádegi. Á morgun...
20.05.2017 - 07:19

Sjö létust í óveðri á Haítí

Sjö hafa fundist látnir og nítján fiskimanna er saknað eftir tveggja daga rok og rigningu á Haítí. Tvö börn eru meðal þeirra sem létust, að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis landsins. Hann sagði að fólkið hefði ekki farið eftir ábendingum um...
19.05.2017 - 16:57

Fínasta vorveður í dag

Veðurstofan gerir ráð fyrir sólríku vorveðri í dag og næstu daga. Hafgola sem mörgum þyki hvimleið láti hinsvegar á sér kræla á þessum árstíma, segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Svona snemma vors hefur hún talsverðan kælingarmátt sem gæti spillt...
19.05.2017 - 06:40

Hitatölur á leiðinni upp

Hitatölur eru á uppleið á landinu og útlitið um helgina er með vænsta móti eftir síðustu tvo daga sem voru fremur kaldir. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfur í dag og í kvöld.
18.05.2017 - 06:31

Svalt í dag en bjart og hlýtt um helgina

Veður verður svalt í dag og á morgun, stíf norðanátt og víða rigning en úrkomulítið suðvestantil. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfur í dag og á morgun.
17.05.2017 - 07:17

Óveðurstjónum fjölgar vegna loftslagsbreytinga

Óveðurstjón eykst stórlega í Bretlandi vegna loftslagsbreytinga. Hækki lofthiti um eina og hálfa gráðu eykst tjón vegna óveðurs um allt að 50 prósent á stórum svæðum. Í nýrri skýrslu sem unnin er upp úr gögnum bresku veðurstofunnar kemur fram að...
16.05.2017 - 11:36

Stormur fram undir morgun

Það verður stormur undir Eyjafjöllum og í Öræfum fram á nótt, fimmtán til 25 metrar á sekúndu, og fer ekki að draga úr vindi fyrr en undir morgun. Austan- og norðaustanátt verður á landinu, víðast tíu til átján metrar á sekúndu og víða rigning. Á...
15.05.2017 - 22:33

Stormur á Suðausturlandi í kvöld

Veðurstofan varar við stormi, meðalvindi meira en 20 m/s, undir kvöld á Suðausturlandi og syðst á landinu. Rigning verður um allt land en það lægir uppúr miðnætti.
15.05.2017 - 06:43

Hvetur fólk til að sýna aðgát

Mikil rigning hefur verið á Austurlandinu og sér í lagi í Neskaupstað um helgina. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, hvetur fólk til að sýna aðgát - jarðvegurinn sé gegnum blautur og ekki þurfi mikið til að eitthvað fari af stað. Ekki...
14.05.2017 - 10:48

Úrhelli og stormur í kortunum

Veðurstofan varar við úrhellisrigningu á austanverðu landinu eitthvað fram yfir hádegi í dag og spáir norðaustan stormi á Suðausturlandi og syðst á Suðurlandi annað kvöld. Spáð er skúrum víða um land í dag og talsverðri eða mikilli úrkomu...
14.05.2017 - 05:55

Yfir 200 millimetra rigning í Neskaupstað

Sólarhringsúrkoma í Neskaupstað mældist tæplega 204 millimetrar í dag en það jafngildir því að 204 ítrar af vatni hafi fallið á hvern fermetra lands þennan sólarhring. 
13.05.2017 - 18:26

Varað við mikilli úrkomu

Veðurstofan varar við mikilli úrkomu á landinu næsta sólarhringinn. Austlæg átt verður ríkjandi, yfirleitt á bilinu 8-15 m/s, en 15-20 á Suðausturlandi í nótt. Talsverð eða mikil rigning verður austanlands, en styttir upp seint á morgun. Dálítil væta...
13.05.2017 - 08:00

Lokað um Fjarðarheiði og Öxi

Ekkert lát er á stórhríðarveðrinu á fjallvegum Austfjarða í kvöld, segir í  tilkynningu frá Vegagerðinni. Fjarðarheiði og Öxi eru lokaðar en þjóðvegur 1 í Öræfasveit hefur verið opnaður. Þjóðveginum var lokað undir Öræfajökli fyrr í dag allt frá...
12.05.2017 - 23:54