Veður

Rigning og hlýnandi veður í dag

Í dag hlýnar mjög í veðri með vaxandi sunnan og suðaustanátt. Gert er ráð fyrir þriggja til átta stiga hita. Það verður hvasst vestantil á landinu, 10-18 metrar á sekúndu. Þá verður rigning og súld, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert.
20.01.2017 - 08:06

Mannskætt snjóflóð á Ítalíu

Óttast er að á fjórða tug manna hafi farist þegar hótel á Mið-Ítalíu varð fyrir snjóflóði í nótt. Þrír hafa fundist á lífi. Hótelgestir sendu SMS-skilaboð eftir að snjóflóðið rústaði hótelinu þar sem þeir sögðust vera að krókna úr kulda.
19.01.2017 - 21:27
Erlent · Veður

2016 heitasta árið

 Árið 2016 er heitasta árið á jörðinni frá því að mælingar hófust. Samkvæmt mælingum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og bresku veðurstofunnar þá var árið í fyrra 0,07 gráðum á Celsíus heitara en árið þar á undan.
19.01.2017 - 09:16
Erlent · Veður

Dregur smám saman úr frosti

Veðurstofan gerir ráð fyrir hæglætisveðri og talsverðu frosti, en að það dragi smám saman úr frosti í dag. Sunnantil á landinu verður vaxandi austanátt undir hádegi og það þykknar upp norðantil, segir í veðurskeyti.
19.01.2017 - 07:10

Fyrsti snjórinn í 103 ár

Vetrarkuldinn sem bitið hefur kinnar Mið-Evrópubúa síðustu dægrin er nú kominn yfir Píreneafjöllin og til Spánar.
18.01.2017 - 18:58
Erlent · Veður

Vetrarlegt veður í dag

Vetrarlegt veður verður í dag, segir í veðurskeyti frá Veðurstofu Íslands. Það verður allhvöss eða hvöss suðvestanátt með éljagangi og lélegu skyggni, en léttir til fyrir austan.
18.01.2017 - 07:02

Hvasst og kalt í byrjun dags

Dagurinn byrjar kuldalega með allhvössum útsynningi og éljagangi, en lægir síðan smám saman og rofar til. Þetta kemur fram í veðurskeyti dagsins frá Veðurstofu Íslands.
17.01.2017 - 07:44

Hvassviðri og él í dag

Veðurfræðingur gerir ráð fyrir að í dag gangi á með allhvassri eða hvassri suðvestanátt og éljum, jafnvel stormi norðvestan til en að það létti til fyrir austan.
16.01.2017 - 06:29

Lægðir á færibandi og miklar hitasveiflur

Í dag hreyfast hlý skil norður yfir landið. Þá rignir víða talsvert, einkum þó á Suður- og Vesturlandi og hiti mælist sum staðar í tveggja stafa tölum norðaustan til.
15.01.2017 - 08:27

Hlýindi og rigning í veðurkortum

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að Í dag megi búast við ofankomu víðast hvar á vestanverðu landinu, ýmist rigningu, slyddu eða snjókomu. Líklegast er að snjómugga verði á fjallvegum á svæðinu fram eftir degi en á láglendi hláni fljótlega og...
14.01.2017 - 08:15

Víða allt að 10 stiga frost í dag

Dagurinn í dag verður með svipuðu sniði og gærdagurinn, hægur vindur og kalt. Víða fimm til tíu stiga frost á láglendi, en herðir síðan frostið eftir því sem maður nálgast hálendið, enda getur frostið þar farið niður undir 20 stigin. Þetta kemur...
13.01.2017 - 06:47

Kaldur og bjartur dagur víða

Kaldur og bjartur dagur er í vændum víða, þótt við verði él um landið norðanvert. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar um veðurhorfur í dag og í kvöld. Frost er frá fimm til fimmtán stig, kaldast í innsveitum sunnan- og...
12.01.2017 - 07:07

Fóru út af á leið í kirkjugarðinn

Jeppi fór út af veginum við kirkjugarðinn á Akureyri klukkan hálf þrjú í dag. Eldri hjón voru í bílnum og blindaðist ökumaðurinn vegna snjókomu. Hjónin sakaði ekki.
11.01.2017 - 14:53

Ók fram á snjóflóð með kornabarn í bílnum

Snjóflóð féll á Siglufjarðarveg og þurfti lögregla að aðstoða konu með kornabarn í bílnum sem ók fram á snjóflóð þar. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er lokaður vegna snjóflóðahættu. Víkurskarði hefur verið lokað. Vonskuveður er nú um norðan- og...
11.01.2017 - 12:17

Vegum lokað víða á Norður- og Austurlandi

Víða eru vegir ófærir á Norður- og Austurlandi, en þar gengur nú óveður yfir. Mikill skafrenningur og lítið skyggni er á fjallvegum. Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar hefur verið lokað og sömuleiðis Möðrdalsöræfum milli Egilsstaða og Mývatns. Þá hefur...
11.01.2017 - 10:43