Rás 1 - fyrir forvitna

Hljóðritanir frá Reykjavík Midsummer Music, hátíð...
María Kristjánsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Víðsjár, sá Þrjár...
Tungumál heimsins eru rúmlega 7 þúsund. Nákvæma tölu er þó...

Dagskrá

16:30
Hljómskálinn
- Íslensku tónlistarverðlaunin
17:40
Táknmálsfréttir
17:50
Þýskaland - Mexíkó
20:00
Fréttir
20:25
Íþróttir
06:45
Morgunbæn og orð dagsins
06:50
Morgunvaktin
07:00
Fréttir
07:30
Fréttayfirlit
08:00
Morgunfréttir
06:00
Fréttir
06:03
Morguntónar
06:50
Morgunútvarpið
09:00
Fréttir
09:05
Sumarmorgnar

RÚV – Annað og meira

Þegar borgarbarnið og einstæða móðirin Ágústa Þorkelsdóttir...
Nú þegar sumarið er gengið í garð streyma spenntir...
Óvenjulega ómstríður strengjakvartett eftir Mozart, ensk...

R2-D2 seldist á 287 milljónir

Vélmennið R2-D2 úr Stjörnustríðsmyndunum seldist í gær á 2,76 milljónir Bandaríkjadala á uppboði í Kaliforníu, jafnvirði um 287 milljóna íslenskra króna. Vélmennið er 110 sentimetrar á hæð og leikur stórt hlutverk í fyrsta Stjörnustríðsþríleiknum....
29.06.2017 - 03:42

Þurfti að skríða um borð í flugvél

Farþegi japanska flugfélagsins Vanilla Air þurfti að skríða um borð í flugvélina en farþeginn notast við hjólastól til að komast ferða sinna. Vinir mannsins aðstoðuðu hann við að komast um borð í vélina á leið hans frá Japan.
29.06.2017 - 02:50

Ítalir hóta að loka höfnum fyrir flóttafólki

Ítölsk yfirvöld segjast nú íhuga að loka höfnum sínum fyrir skipum sem sigla undir fánum annarra ríkja og flytja flóttafólk frá Afríku landsins. Sendiherra Ítalíu gagnvart Evrópusambandinu, Maruzio Massari, segir í bréfi til sambandsins að...
29.06.2017 - 02:48

Trudeau fagnar drápi leyniskyttu af metfæri

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ástæða sé til að fagna því að kanadísk leyniskytta í Írak hafi á dögunum slegið nýtt met með því að skjóta vígamann til bana af 3.540 metra færi. Fregnirnar af skotinu hafa vakið upp spurningar um...
29.06.2017 - 02:21

Fjármálastjóri Páfagarðs ákærður

Einn æðsti maður Páfagarðs, ástralski kardinálinn George Pell, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum í heimalandi sínu fyrir fjórum áratugum. Pell, sem er 76 ára, er fjármálastjóri Vatíkansins og sem slíkur er hann þriðji æðsti...
29.06.2017 - 01:14

Framkvæmdir við gervigrasvöll ekki stöðvaðar

Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur hafnað kröfu nokkurra íbúa við Túnfit, Lækjarfit og Hraunhóla sem vildu að framkvæmdir við gerð gervigrasvallar við Bæjargarð í Garðabæ yrðu stöðvaðar. Samþykki bæjarstjórnar sveitarfélagsins fyrir...
28.06.2017 - 23:43

Ekki til tölur um kostnað vegna dómsmála LÍN

Ekki er haldið sérstaklega utan um lögfræðikostnað í bókhaldi Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem er tilkomin vegna málareksturs sjóðsins fyrir dómstólum. Tvær lögfræðistofur sjá um innheimtu fyrir LÍN en honum ber ekki skylda til að bjóða út slíka...
28.06.2017 - 23:02

Claudio Bravo hetja Síle

Portúgal og Síle mættust í undanúrslitum Álfukeppninnar í kvöld.
28.06.2017 - 22:42

Grindavík vann botnslaginn

Grindavík og Fylkir mættust í Pepsi deild kvenna í sannkölluðum sex stiga leik. Fylkir hafði ekki unnið deildarleik síðan þær unnu Grindavík í fyrstu umferð mótsins og Grindavík hafði ekki hrósað sigri í fimm deildarleikjum í röð.

Aukin öryggisgæsla á Hróarskeldu

Öryggisgæsla á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu hefur verið aukin til muna eftir nýleg hryðjuverk í Evrópu. Hátíðin hófst í dag en búist er við að þar verði hátt í 130 þúsund manns samankomnir.
28.06.2017 - 22:15

„Málið þolir ekki meiri bið“

Koma verður upp skammtímahúsnæði, jafvel íbúðarhæfum gámum fyrir þá sem ekki fá félagslegar íbúðir. Málið þolir ekki meiri bið. Þetta segir oddviti framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn. Þétting byggðar sé góð og gild en hún dugi ekki til að...
28.06.2017 - 22:27

Bilun veldur truflunum í Eyjum

Bilun kom upp hjá Vodafone á Hvolsvelli í kvöld sem varð til þess að truflanir urðu á útvarps og sjónvarpssendingum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Samkvæmt tilkynningu frá Vodafone er unnið að viðgerð.
28.06.2017 - 22:14

Engar upplýsingar um lýtaaðgerðir á Íslandi

Engin leið er að vita hversu margar fegrunar- og lýtaaðgerðir eru gerðar á einkastofum lýtalækna, þar sem þeir neita að veita embætti landlæknis upplýsingar um starfsemi sína. Embættið hefur árum saman krafið lýtalækna upplýsinga án árangurs.
28.06.2017 - 22:12

Þurfa nýjan tengipunkt fyrir Hvalárvirkjun

Nýr tengipunktur við landsnet í Ísafjarðardjúp er forsenda þess að Hvalárvirkjun rísi. Landsnet skoðar enn nýjan tengipunkt en ekki stendur til að ríkisstyrkja framkvæmdina.
28.06.2017 - 21:32

35.000 rúmmetrar af steypu í Vaðlaheiðargöngum

Þrjátíu þúsund rúmmetra að steypu þarf í Vaðlaheiðargöng og fimmtíu kílómetra af lögnum. Gert er ráð fyrir að göngin verði opnuð síðla næsta sumar. Byggður verður vegskáli yfir vegaspotta að göngunum Fnjóskadalsmegin til að koma í veg fyrir að...