Mynd með færslu

Vikan með Gísla Marteini

Gísli Marteinn fær til sín góða gesti á föstudagskvöldum í vetur. Allir helstu atburðir vikunnar í sjórnmálum, menningu og mannlífi eru krufnir í beinni útsendingu. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnheiður Thorsteinsson.

Aron Can flutti titillag nýrrar plötu í beinni

Rapparinn Aron Can sendi frá sér breiðskífuna ÍNÓTT á sumardaginn fyrsta. Hann var gestur þáttarins Vikan með Gísla Marteini þar sem hann steig á svið og flutti titillag nýju plötunnar í beinni útsendingu.
22.04.2017 - 09:32

Virkir í athugasemdum skemma internetið

Í síðasta fréttapakka vetrarins fór Atli Fannar yfir fólkið sem hann segir að sé að skemma internetið; virka í athugasemdum. En líka skoðun Bubba Morthens á sumarbyrjun og Sólmund Hólm sem festist í flugvél.
21.04.2017 - 23:23

Besta af Festival

Berglind Festival kom víða við í vetur og við klipptum saman það besta úr innslögunum hennar.
21.04.2017 - 22:56

Ástaróður til forseta Íslands

„Það er viðeigandi að við tölum aðeins um upprisu forseta Íslands. Eftir að Guðni tók við hefur traust fólks á embættinu rokið upp hraðar en verð á meðalstórri íbúð í Vesturbænum,“ segir Atli Fannar, í sérstakri páska-örútgáfu af Vikunni með Gísla...
13.04.2017 - 09:30

Paradísarmissir - Högni í Vikunni

Einstaklega fallegur flutningur Högna Egilssonar á laginu Paradísarmissir má sjá í myndskeiðinu hér að ofan en Högni flutti lagið á föstudaginn 7.apríl í þættinum Vikan með Gísla Marteini. Lagið má einnig heyra í þáttunum Paradísarheimt sem sýndir...
09.04.2017 - 12:04

Þarf starfsfólk IKEA að setja blokkina saman?

Atli Fannar Bjarkason fór yfir fréttir vikunnar í Vikunni með Gísla Marteini og ræddi meðal annars húsnæðismálin, túrista að ganga örna sinna, ýraskjóttan hest og IKEA blokkina sem spurning er hvort leiðbeiningar um samsetningu muni fylgja.

Facebook

Twitter